Fjölbreyttir námsmöguleikar

Framhaldsskólarnir á Austurlandi eru stöðugt að efla tengslin sín á milli og bjóða nú til dæmis upp á fjölbreytta möguleika í símenntun fyrir fullorðna.

Gróska í framboði starfsnáms á framhaldsskólastigi

Framhaldsskólinn í Austur-SkaftafellssýsluMenntaskólinn á Egilsstöðum og Verkmenntaskóli Austurlands hafa með sér samstarf um framboð styttri starfsnámsbrauta sem einkum eru ætlaðar fullorðnum. Yfirleitt er um fjarnám að ræða, oft með fjarfundasniði, sem býður upp á þann kost að stunda námið með vinnu í heimabyggð. Um þessar mundir eru starfræktar fjórar brautir og þrjár nýjar í undirbúningi. Óhætt er að segja að fjölbreyttir möguleikar bjóðist til símenntunar á framhaldsskólastigi á Austurlandi.Í tilkynningu frá skólunum segir að fyrir vorönn 2009 sé í undirbúningi að hefja kennslu í sérgreinum grunnnáms fataiðna. Verður það blanda af fjarnámi og staðbundnum helgarnámskeiðum þar sem að miklu leyti er um verklegt nám að ræða. Auk þess er tekið við skráningum í áfanga í grunnnámi í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum. Upplýsingar um brautirnar er að finna á heimasíðum skólanna undirStarfsnámsbrautir“ þar sem einnig er hægt að skrá sig.

Til viðbótar bjóða skólarnir upp á félagsliðabraut, sjúkraliðabraut og skrifstofubraut II. Ekki ertu teknir inn nýir hópar á hverju ári, en stefnt er að því að taka næsta hóp inn á sjúkraliðabraut haustið 2009. Þá hafa skólarnir hug á að fara af stað með skrifstofubraut I og/eða námsbraut fyrir heilbrigðisritara á allra næstu misserum.

 

 

me.jpg 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar