Framhaldsskólanemar ættu að skrifa stjörnufræðiritgerð

Stjörnusjónaukinn á nú fjögur hundruð ára afmæli. Í tilefni þess eiga framhaldsskólanemar á Norðurlöndum möguleika á að komast til eyjarinnar La Palma á Kanaríeyjum. Skrifa þarf ritgerð um eitthvað sem tengist stjarnvísindum og munu höfundar bestu ritgerðar á hverju Norðurlandanna fara saman til La Palma og skoða stjörnur himinsins í Norræna stjörnusjónaukanum, sem er fullkominn 2,6 m spegilsjónauki.

venusuv95.gif

Verðlaun fyrir annað sætið í samkeppninni í hverju landi er stjörnusjónauki.

 

Ritgerðin má ekki vera lengri en 3.000 orð og þarf að skila inn fyrir 1. maí á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða til eðlis- eða stjörnufræðikennara í framhaldsskóla viðkomandi nemanda.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar