Framlag til sveitarfélaga vegna samdráttar í aflamarki ákveðið
Samgönguráðherra hefur ákveðið skiptingu 250 milljóna króna framlags úr ríkissjóði til sveitarfélaga vegna tímabundins samdráttar í aflamarki þorsks á árinu. Er framlaginu ætlað að koma til móts við tekjumissi sveitarfélaga þar sem samdráttur verður í atvinnu.
Úthlutunin nú byggist á sambærilegum forsendum og árið 2007 sem er áhrif ákvörðunar um aflaniðurskurð á einstök sveitarfélög þar sem aflamark er skráð. Þó er að þessu sinni miðað við minnkun aflamarks eins og það var í hverju sveitarfélagi um sig þann 1. september 2007, en ekki meðaltal úthlutaðs aflamarks nokkur fiskveiðiár þar á undan eins og gert var fyrir ári. Ráðuneytið telur að með því sé betur mætt áhrifum af niðurskurði í aflamarki þorsks í hverju sveitarfélagi þar sem skoðuð er staða aflamarks við upphaf þess tíma er niðurskurðurinn tók gildi. Alls er 200 milljónum króna varið til þessa þáttar.
Meðfylgjandi er úthlutun framlaga til einstakra sveitarfélaga á Austurlandi, með hliðsjón af ofangreindum reglum.
Íbúar Samtals Kr. á íbúa
1.des 2007
6709 | Langanesbyggð | 479 | 3.534.371 | 7.379 | |
7000 | Seyðisfjarðarkaupstaður | 716 | 3.287.918 | 4.592 | |
7300 | Fjarðabyggð | 5.111 | 6.578.163 | 1.287 | |
7502 | Vopnafjarðarhreppur | 701 | 1.339.168 | 1.910 | |
7505 | Fljótsdalshreppur | 366 | 0 | 0 | |
7509 | Borgarfjarðarhreppur | 146 | 1.079.889 | 7.397 | |
7613 | Breiðdalshreppur | 218 | 0 | 0 | |
7617 | Djúpavogshreppur | 450 | 1.942.575 | 4.317 | |
7620 | Fljótsdalshérað | 4.073 | 0 | 0 | |
7708 | Sveitarfélagið Hornafjörður | 2.120 | 11.960.224 | 5.642 |