Framlög Vaxtarsamnings til ferðaþjónustu
Nýverið var úthlutað fjármagni og sérfræðiframlagi úr Vaxtarsamningi Austurlands. Stutt var við sjö verkefni að þessu sinni og eru þau öll tengd ferðaþjónustu á einn eða annan hátt.
Verkefnin sem fengu úthlutað fjármagni eru eftirfarandi:
1. Hreindýraklasi Austurlands fékk úthlutað 5 milljónum, þarf af 2 í formi fjármagns.
2. Matarklasi Austurlands, Austfirskar krásir, fékk úthlutað 4,5 milljónum, þar af 1,5 í formi fjármagns.
3. Matarsmiðjan – uppbygging aðstöðu til þróunar á fullvinnslu matvæla á Fljótsdalshéraði fékk úthlutað 1.550.000, þar af 800 þús. í formi fjármagns.
4. Vetrarferðamennska – gerð kynningarefnis til stuðnings við uppbyggingu á vetrarferðamennsku á Austurlandi fékk 2.5 milljónir, þar af 1.5 í formi fjármagns.
5. Gönguleiðir –verkefni til að bæta aðgengi að upplýsingum og samhæfingu ferðaþjónustuaðila til eflingar gönguferðamennsku á Austurlandi fékk úthlutað 1.9 milljónum, þar af 1.5 í formi fjármagns.
6. Vöruþróun – Efling framboðs á afþreyingu fyrir ferðamenn á Seyðisfirði og nágrenni og kynningar til farþega Norrænu fékk úthlutað 2 milljónir og þar af 1.6 í formi fjármagns.
7. Fuglaverkefnið – stuðningur við birds.is á Djúpavogi fékk úthlutað 1.2 milljónum frá VAXA, þar af 600 þús. sem formi fjármagns.