Frávísun til skoðunar í heilbrigðisráðuneyti

,,Frávísun ríkissaksóknara er til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu og varla að vænta svara fyrr en eftir helgi. Á meðan er ekki að vænta neinna yfirlýsinga frá HSA,“ segir Einar Rafn Haraldsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Sem kunnugt er hefur ríkissaksóknari hætt rannsókn á störfum yfirlæknis heilsugæslu Fjarðabyggðar en yfirstjórn HSA leysti lækninn tímabundið frá störfum 12. febrúar.hbr_logo.jpg

 

Var mál yfirlæknisins fyrst í rannsókn hjá lögreglunni á Eskifirði, sem vísaði því frá og var það í kjölfarið sent ríkissaksóknara, sem einnig vísaði því frá fyrir örfáum dögum. Mikill stuðningur er heima í héraði við yfirlækninn og söfnuðust til dæmis í kringum 800 stuðningsundirskriftir á Eskifirði og víðar. Á næsta sunnudag verða svo stofnuð hollvinasamtök heilsugæslu Fjarðabyggðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar