Orkumálinn 2024

02 Fundargerð fyrsta stj.fundar 11 júlí, 2002

Samtök áhugafólks um jarðgöng á mið-Austurlandi.


Fundargerð:


Þann 11. júlí 2002 kom stjórn Samtaka áhugafólks um jarðgöng á Mið-Austurlandi, saman til fundar á Hótel Héraði á Egilsstöðum.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Mættir. Guðrún Katrín Árnadóttir Seyðisfirði, Kristinn V. Jóhannsson Neskaupstað, Sigfús Vilhjálmsson Mjóafirði, Jörundur Ragnarsson Austur-Héraði, Hrafnkell A. Jónsson Fellabæ. Tveir stjórnarmanna boðuðu forföll þeir Jónas Hallgrímsson Seyðisfirði og Sveinn Sigurbjarnarson Eskifirði.

Guðrún Katrín stýrði fundi. Gengið var til dagskrár:

1. Stjórn skipti með sér verkum.
Formaður: Guðrún Katrín Árnadóttir,
varaformaður: Kristinn V. Jóhannsson,
ritari: Hrafnkell A. Jónsson Fellabæ.

2. Rætt var um næstu verkefni stjórnar:   
a) Samtökunum sett skýr stefnumið. Guðrún Katrín dreyfði uppkasti að stefnumiðum. Ákveðið að stjórnarmenn létu breytingar ef þeir teldu þörf á, ganga á milli í tölvupósti.
b) Umræða um hvernig markmiðum samtakanna yrði komið á framfæri.   Stjórnarmenn munu eftir því sem þeir hafa tök á rita blaðagreinar.   Málinu komið á framfæri við þingmenn kjördæmisins og því unnið fylgi á vettvangi stjórnmálaflokkanna.
c) Rætt verði við formann og framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi og óskað eftir að fá að koma málinu að á næsta aðalfundi SSA sem haldinn verður í næsta mánuði á Seyðisfirði.
d) Rætt var um áhyggjur sem komið hafa fram um að markmið þessara samtaka ynnu gegn jarðgagagerð milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar.   Eftirfarandi tillaga var samþykkt einróma:
Stjórnin lýsir yfir fullum stuðningi við gerð jarðgangna milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, sem næstu framkvæmd í jarðgangagerð.   Það er von stjórnarinnar að hafist verði handa við þá framkvæmd á þessu ári eins og áformað hefur verið.      
e) Rætt var um nauðsyn þess að finna samtökunum nafn sem væri      þjált og munntamt.
f) Rætt um ýmsar leiðir til að vinna jarðgangnagerð á Mið-Austurlandi stuðning meðal almenning.   Þar var bent á þörf þess að sýna á skíran hátt hversu miklar styttingar yrðu á leiðum milli þéttbýlisstaða á Mið-Austurlandi ef hugmyndum samtakanna yrði hrundið í framkvæmd.
Þá kom fram sú hugmynd að Byggðastofnun verði fengin til að meta þjóðhagslega hagkvæmni jarðgangagerðar með tilliti til þess að verði ekki af framkvæmdum er veruleg hætta á að byggðir fari í eyði og þar með verði verulegar opinberar eignir verðlausar, eins og eignir einstaklinga. Byggja þarf upp samsvarandi þar sem flóttafólkið sest að.
Eftirfarandi tillaga var samþykkt.

Stjórnin telur brýnt að metinn verði sá þjóhagslegi ávinningur sem fæst með styttingu leiða og stórauknu öryggi í samgöngum með þeim tillögum sem Samtökin leggja til í jarðgangagerð á Mið-Austurlandi.
Stjórnin telur eðlilegt að kostnaður við jarðgangagerð verði metinn á móti kostnaði samfélagsins vegna byggðasamdráttar.
Stjórnin beinir því til stjórnar Byggðastofnunar að gerð verði úttekt í samræmi við þessar hugmyndir.

Fleira var ekki bókað. 

Hrafnkell A. Jónsson ritari

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.