Góð ferð hjá UÍA fólki

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára fór fram síðastliðna helgi í Laugardalshöll. Góð þátttaka var á mótinu, en alls tóku 376 keppendur frá 19 félögum og héraðssamböndum þátt. UÍA átti fimm keppendur að þessu sinni, þau Atla Geir Sverrisson (Hetti), Erlu Gunnlaugsdóttur (Hetti), Daða Fannar Sverrisson (Hetti), Heiðdísi Sigurjónsdóttur (Hetti) og Mikael Mána Freysson (UMF. Þristi).

uia_vefur.jpg

Að sögn Hildar Bergsdóttur, þjálfar hópsins af Austurlandi, stóðu krakkarnir sig með mikilli prýði og nældu sér samtals í sjö verðlaunapeninga auk þess að vera ofarlega í öllum greinum sem þau  kepptu í. Heiðdís hafnaði í öðru sæti í 800 m hl (á tímanum 2,38,55 mín) og í hástökki (stökk 1,45 m) stúlkna 13 ára og í þriðja sæti í langstökki (stökk 4,66 m). Mikael Máni hreppti silfur í langstökki 11 ára stráka, (stökk 4,03 m) og varð í þriðja sæti í 800 m hl (á tímanum 2,47,69 mín) og 60 m hl (á tímanum 9,32 sek). Daði Fannar hafnaði í þriðja sæti í kúluvarpi í flokki 13 ára drengja (varpaði 10,34 m).

Heildarúrslit mótsins má nálgast á mótaforriti FRÍ http://fri.is/pages/articles6/motaforrit/

Mynd/ Hildur Bergsdóttir.

Frá vinstri: Atli Geir, Erla, Daði Fannar, Heiðdís og Mikael Máni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar