Gott í gogginn: Silungur, salat og gratineraður kjúklingur
Að vanda kemur Austurglugginn þeim til hjálpar sem vita ekki gjörla hvað á að hafa í matinn um helgina og birtir bestu eldhúsleyndarmál matgæðinga blaðsins á vefnum. Uppskriftir að þessu sinni koma frá Dagmar Jóhannesdóttur. Hún býður okkur upp á léttan og ljúfan helgarmat.
Sítrussoðinn silungur
6 lime
6 sítrónur
1 msk olía
smá salt
ca 1/2 laukur, skorinn í örþunnar sneiðar
ca 1 tsk Picanta krydd
Silungurinn skorinn í þunnar sneiðar og látinn í löginn. Passa að vel fljóti yfir hann og settur í kæli í 1 sólarhring.
Salat
1 gul paprika
1 rauð paprika
1 græn paprika
3 tómatar
1 rauðlaukur
1/2 rauður chili
1/2 grænn chili
1/2 búnt steinselja
oregano eftir smekk
Brytja mjög smátt og blanda við silunginn í leginum tveimur tímum áður en borið er fram.
Gott að hafa með þessu ristað brauð eða Ritzkex. Þetta er gott sem forréttur eða bara stakur réttur.
Gratineraður kjúklingur
4 kjúklingabringur
1 pakki beinkonkurl
1 hnefi döðlur
1 matreiðslurjómi
1 poki kasjúhnetur
ostur til að gratinera
Kryddið kjúklingabringurnar eftir smekk. Steikið á pönnu og setjið í eldfast mót. Steikið svo beikonið, blandið hnetunum og döðlunum við og setjið yfir kjúklinginn. Hellið rjómanum yfir og svo að lokum ostinum. Setjið í ofn við 180 gráður í ca 40 mínútur. Gott er að hafa með þessu soðið bankabygg, hvítlauksbrauð og salat.
Heitur drykkur í kuldanum
7 dl sterkt kaffi
100 g fyllt Nóa Síríus súkkulaði (má líka vera hvaða líkjör sem er)
50 g súkkulaði (70%)
2 dl matreiðslurjómi
Setjið kaffið í pott og brytjið súkkulaðið út í. Hitið þar til súkkulaðið hefur bráðnað. Bætið matreiðslurjómanum út í og hellið drykknum í glös. Skreytið að vild, t.d. með þeyttum rjóma og rifnu súkkulaði.