Hagkvæmar, raunsæjar og tímasettar lausnir á efnahagsvanda þjóðarinnar
Ég hvet þig til að kynna þér stefuskrá XG Hægri grænna, flokks fólksins og fara inn á xg.is. Þar er ítarlega fjallað um mörg mikilvæg mál og alltaf út frá öfgaleysi, þekkingu og almennu hyggjuviti. Hér eru nokkur atriði í stuttu máli, sem að flokkurinn hefur lagt mikla áherslu á lang fyrstur allra framboða.
1. Afnám með neyðarlögum verðtryggingar á húsnæðis og neyslulánum þ.m.t námslánum 01.09.2013
2. Leiðrétting verðtryggðra skulda heimilanna um allt að 45% strax með þekktri aðferð magnbundinnar íhlutunar Seðlabanka. Ekkert fé úr ríkissjóði eða frá skattgreiðendum. Afnám stimpil og uppgreiðslugjalda strax. Nauðungaruppboðum frestað um tvö ár.
3. Einföldun skattkerfis og flatur 20% skattur 01.01.2014
4. Lækkun á bensíni og olíu um 30% 17.06.2013
5. Nýr íslenskur gjaldmiðill festur við Bandaríkjadal 01.12.2013. Gengisstöðugleiki, lægri vextir, minni verðbólga. Íslensk yfirráð yfir peningastefnunni. Eina haldbæra leiðin til þess að taka á hrægömmunum.
6. Ný húsnæðislán með 3,75% óverðtryggðum vöxtum 01.01.2014
7. Lækkun tryggingargjalds í 3% 17.06.2013
8. Afnám tolla og vörugjalda á fatnaði, skóm, lyfjum, stoðtækjum, og fjárfestingarvörum 01.01.2014. Verslunin inn í landið, uppbygging og atvinna
9. Afnám núverandi kvótakerfis, handfæra og aðrar botnfiskveiðar gerðar frjálsar 01.01.2014. Framsal afnumið
10. Lágmarkslaun verði lögboðin 17.06.2013 í kr. 240.000 á mánuði til þess að byrja með
11. Skattleysismörk verði hækkuð í kr. 200.000 á mánuði 17.06.2013
12. Afnám allra skerðinga TR 17.06.2013. Auðlegðarskatturinn afnuminn
13. Endurgreiðsla launaskerðinga frá 2009 17.06.2013
14. 20% flatur skattur 01.01.2014
15. Afnám á tollum og vörugjöldum á skóm, fatnaði, stoðtækjum og lyfjum 01.01.2014.
16. Lífsnauðsynleg stoðtæki verði sjúklingum að kostnaðarlausu 01.01.2014
17. Lífeyrisréttindi verði erfanleg strax
18. 1% af iðgjöldum lífeyrissjóða hvers árs verði notuð til byggingar nýrra búsetuúrræða og eldri lagfærð. Allir í sérbýli með snyrtingum og hjón búi saman
19. Þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald ESB viðræðnanna
20. Sjóðsfélagar lífeyrissjóðanna kjósi sér eigin stjórnir
21. Fækkun sendiráða um helming
22. Lífeyrissjóðir fái heimild til þess að fjárfesta í fasteingum til útleigu og komi upp félagslegum leiguíbúðum
23. Birta daglega alla eyðslu hins opinbera með ítarlegum skýringum strax
24. Frysta allar opinberar gjaldskrár 17.06.2013
25. Fríar spjaldtölvur fyrir nemendur 01.01.2014
26. Lagfæra alla spítala og heilsugæslustöðvar um land allt og þjónustan verði sem næst fólkinu. Öll nauðsynleg tól og tæki keypt. Hlúð að starfsfólki
27. Tannlækningar verði innan sjúkratrygginga ríkisins
Þetta eru ráðstafanir sem að munu verða þér og þínum og landinu mjög til góðs. Þetta er ekki loðinn kosningaloforðalisti heldur er um þaulhugsaðar, skynsamar og skipulagar aðgerðir að ræða. En til þess að af þessu geti orðið þarf fólkið að vilja það og þá verður flokkurinn að verða kosinn til þess með því að það setji X við G í kosningunum. Þetta gengur upp og kemst á strax.
Höfundur skipar fyrsta sætið á framboðslista Hægri grænna í Norðausturkjördæmi.