Handbolti og alþjóðaviðskipti
Þá fer handboltavertíðinni hjá landsliðinu að ljúka þetta árið. Ekki þarf að fjölyrða um þá stórkostloegu framistöðu sem „strákarnir“ okkur sýndu bæði inni á vellinum og liggjandi á hótelherbergjum í Covid.Ég fylgdist auðvitað með og tók fullan þátt í leiknum fyrir framan sjónvarpið, sem einn af þessum 200.000 heimasérfræðingum, með tvöfaldan skammt af hjartatöflum í annarri hendi og snakkið í hinni og stjórnaði leiknum sem framast ég gat.
Ekki þurfum við íslendingar að örvænta um handboltann á komandi árum með alla þessa snillinga. Nú er bara að vinna Norðmenn og taka fimmta sætið og gleðjast yfir þeim stórkostlega árangri.
Að lokum, til að sýna að maður kunni að taka mótlæti, þá legg ég til að við slítum umsvifalaust stjórnmálasambandi við Króatíu og bönnum sölu á Carlsberg og Tuborg í íslenskum áfengisbúðum, og bönnum flug til Kaupmannahafnar, STRAX.