Hassplöntur fundust á Berufjarðarströnd
Lögreglan í umdæmi sýslumannsins á Eskifirði gerði í gær upptækar á annan tug hassplantna á bænum Karlsstöðum á Berufjarðarströnd. Plöntunar voru á forræktunarstigi. Lögreglan á Eskifirði segist hafa haft veður af ræktuninni um tíma. Farið var á bæinn í gær í samvinnu við fíkniefnadeildarmenn frá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins, enda ekki um heimafólk að ræða. Svo virðist sem einhverjir hafi leigt bæinn eða fengið að láni, en það er óljóst. Lögregla hefur yfirheyrt fleiri en einn sem eru taldir viðriðnir ræktunina. Samkvæmt heimildum Austurgluggans var bærinn fullur af plöntum og búið að rífa allt innan úr honum og átti augljóslega að hefja þar umfangsmikla ræktun.