Helgi kjörinn í stjórn ÍSÍ
Helgi Sigurðsson, formaður íþróttafélagsins Hattar, var í gær kjörinn í stjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á Íþróttaþingi sem haldið var í Reykjavík.
Helgi fékk 208 atkvæði í kjörinu og fór sem tíundi og seinasti maður inn í stjórn. Ellefu voru í framboði til aðalstjórnar og fékk sá seinasti, Þorgrímur Þráinsson sem síðan var kjörinn í varastjórn, 194 atkvæði. Átta af tíu aðalstjórnarmönnum sem gáfu kost á sér til endurkjörs fengu mjög góða kosningu. Helgi er yngsti stjórnarmaðurinn og sá seini sem býr utan höfuðborgarsvæðisins.
Helgi er fæddur árið 1972 og alinn upp á Selfossi. Hann hefur starfað sem tannlæknir, fyrst á Selfossi í eitt ár en síðan á Egilsstöðum og Seyðisfirði, eftir að hann útskrifaðist frá Tannlæknaháskólanum í Björgvin í Noregi árið 1998. Hann hefur sýnt margvíslegum félagsstörfum, sat í stjórn knattspyrnudeildar Selfoss 1999-200 og verið formaður Hattar frá árinu 2002. Helgi hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs og situr nú í skipulags- og mannvirkjanefnd sveitarfélagsins. Kona Helga er Auður Vala Gunnarsdóttir íþróttakennari og fimleikafrumkvöðull.
Helgi var einn fjögurra fulltrúa UÍA á þinginu.
Mynd: Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, óskaði Helga til hamingju með kosninguna.