Hitamet slegið á Höfn
Hitamet var sett á veðurstöðinni á Höfn í Hornafirði, 22,8 stig, í seinasta mánuði.Hiti á veðurstöðvunum á Egilsstöðum og Dalatanga mældist 1,5°C hærri í júlímánuði miðað að við meðalár.
Á Egilsstöðum var meðalhitinn 11,8°C en 9,4°C á Dalatanga. Júlí hefur ekki verið hlýrri þar frá árinu 1999 en júlí árið 2005 var álíka hlýr og nú.Þetta kemur fram í frétt frá Veðurstofu Íslands. Hitamet mánaðarins féllu á sex austfirskum stöðvum. Á Kollaleiru fór hitinn upp í 23,5°C, 24,3°C á Höfn í Hornafirði, 23,4°C á Fáskrúðsfirði, 20,3°C á Vattarnesi og 17,6°C á stöð á Öxi. Alls voru ný hámarksmet sett á 65 stöðluðum, sjálfvirkum stöðvum Veðurstofunnar. Tæpur helmingur þeirra hafa verið virkar frá því fyrir hitabylgjuna miklu árið 2004. Á stöðvum Vegagerðarinnar féllu met á 15 stöðvum af 64, þarf af 8 sem voru í rekstri 2004.