Hreindýraveiðileyfi staðfest í dag

30. júní rann út frestur til að greiða fyrir hreindýraveiðileyfi. Þeir sem ekki greiddu missa leyfið og verður þeim úthlutað til fólks sem er á biðlista eftir leyfum. Til stendur að staðfesta gild veiðileyfi í dag.

417425a.jpg

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að fenginni umsögn hreindýraráðs að veiðitímabilið hefjist 15. júlí eins og á síðasta ári. Þá er heimilt að hefja tarfaveiðar á öllum veiðisvæðum. Óheimilt er þó að veiða tarfa þar sem þeir halda sig með hreinkúm fram til 1. ágúst. Veiðisvið umhverfisstofnunar minnir á að veturgamlir tarfar eru alfriðaðir eins og áður. Veiði á hreinkúm er svo heimil frá 1. ágúst eins og verið hefur. Umhverfisstofnun hvetur jafnframt hreindýraveiðimenn til að nýta allan veiðitímann til að koma í veg fyrir mikið álag á veiðislóð í lok veiðitíma.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar