Höttur vann Þór tvisvar
Höttur vann Þór Þorlákshöfn tvisvar um helgina, í 1. deild karla og 32 liða úrslitum bikarkeppninnar í körfuknattleik á Egilsstöðum um helgina. Þróttur Neskaupstað vann nafna sinn úr Reykjavík tvisvar í 1. deild kvenna í blaki.
Fyrri leikurinn var deildarleikur á laugardag þar sem Höttur vann 85-80 eftir að hafa verið með örugga tíu stiga forskot allt fram í fjórða leikhluta. Jerry Cheeves skoraði 21 stig í leiknum og Ben Hill 20.Munurinn var minni í bikarleiknum á sunnudag sem Höttur vann 86-84 þar sem þriggja stiga flautukarfa gestanna geigaði. Sveinbjörn Skúlason, sem seinustu tvö ár lék með Þór, raðaði niður þriggja stiga skotum í leiknum og skoraði 32 stig.
Þróttur Neskaupstað tók á móti nafna sínum úr Reykjavík í 1. deild kvenna í blaki og vann báða leikina 3-1. Miglena Apostolova var stigahæst Norðfjarðarstelpna með yfir tuttugu stig í hvorum leik.