Hvað er eðlilegur tími fyrir greiðsluaðlögun?

bergur_thorri_benjaminsson_xd_web.jpg
Það er ekkert launungarmál að á þar síðasta ári varð ég að sækja um greiðsluaðlögun. Ég, eins og margir Íslendingar, hafði of bjartsýna áætlun fram í tímann. Áætlun sem gekk ekki upp. Ég reisti mér hurðarás um öxl. Þrátt fyrir að hafa nú selt þá fasteign, sem ég átti hlutdeild í, er mínu máli ekki enn lokið hjá umboðsmanni skuldara (UMS). Í þessu sambandi verð ég að taka fram að sá tilsjónarmaður sem mér var skipaður hefur staðið sig með prýði og komið málinu áfram úr, að því er virðist, snigilshjólförum UMS. Til að varpa ljósi á þetta mál langar mig að sýna þér, lesandi góður, feril þessa máls.

1. 1. desember 2011 sótt um greiðsluaðlögun.
2. Mars 2012 kallað eftir upplýsingum bæði símleiðis og bréfleiðis.
3. Júní 2012 greiðsluaðlögun samþykkt eftir 7 mánaða bið og öflun gagna. 
4. Október 2012 loks skipaður tilsjónarmaður með aðsetur utan veggja skrifstofu umboðsmanns. 
5. Desember 2012 fasteign seld.
6. Þegar þetta skrifað er ekki enn komið svokallað frumvarp fram um hver endalok minna mála verða.

Staðan er því sú að skuldaúrlausnin nær til þriðja almanaksárs, og er ekki lokið enn!
Mér er það fullljóst að þarna er um flókin mál að ræða en sá biðtími sem er milli hvers skrefs er óeðlilega langur. 
Stytta þarf þennan tíma. Það er allra hagur.

Höfundur sækist eftir 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar