Hvernig stýrir þú fyrirtækinu út úr kreppunni ?

Jónas Vigfússon skrifar:      Viltu að fyrirtækið þitt komi vel út úr kreppunni? Viltu að stofnunin sem þú ert að stýra nái tökum á verkefnum sínum þrátt fyrir samdrátt og niðurskurð? Fréttir benda til að allt of margir stjórnendur séu í biðstöðu þessar

vikurnar. Eftir hverju menn eru að bíða er óljóst, sumir tala um að sjá hvað gerist næst hjá ríkisstjórninni, aðrir segja að þeir vilji sjá hvernig gengið þróast o.s.frv.

minnismerki_ekkt_embttism_magns_tmasson.jpg

 

En þú tryggir ekki reksturinn með því að bíða. Núna er einmitt tíminn til aðgerða! Fyrirtæki og stofnanir sem koma vel út úr núverandi efnahagsástand eru  þau sem grípa til aðgerða, móta sér nýja stefnu og vinna kerfisbundið að henni.

 

Ef fyrirtækið þitt á í erfiðleikum vegna kreppunnar, þýðir það að öllum líkindum að það sem þú ert að gera þessa dagana er ekki nægilega árangursríkt. Þú þarft að skipta um gír. Þú getur valið skammtímalausnina, að krefja starfsmenn þína um meiri afköst fyrir lægri laun, fækka fólki o.s.frv. Hvernig væri að þú horfðir í staðinn í eigin barm og spyrðir sjálfan þig hvort þú uppfyllir eftirfarandi átta atriði árangursríkrar stjórnunar:

1. Kristaltær hugsun
Veistu nákvæmlega hvað þú vilt?

2. Settu þér jákvæð markmið
Hefur þú löngunina, kjarkinn og orkuna til að ná markmiðum þínum?

3. Skrifuð markmið, aðgerðaáætlanir og tímasetningar
Heldur þú fókus, kemur í veg fyrir vingulshátt, rugl og frestanir?

4. Að vilja vera leiðtogi

Tekur þú ábyrgð og sýnir að þú ætlir og viljir sigra?

5. Sjálfstraust
Treystir þú á færni þína og kraft til að ná í mark?

6. Ákveðni
Heldur þú fast við ákvarðanir þínar, staðfestir markmið þín á hverjum degi og gerir það sem þú þarft til að ná árangri?

7. Ertu til staðar?
Hugleiðir þú eigin hegðun og framkomu og sýnir þú þitt „rétta andlit“?

 

 

8. Tilgangur
Þekkja samstarfsaðilarnir tilganginn með áætlunum þínum og vita þeir eftir hverju fyrirtækið er að sækjast?

Ef stjórnendur geta ekki svarað framanrituðum spurningum játandi er e.t.v. ástæða að leita aðstoðar við að leiða fyrirtækið út úr kreppunni.

Eitt af þeim fyrirtækjum sem bjóða aðstoð við stjórnendaþjálfun er LMI á Íslandi, Leadership Management International, sem býður upp á  fjölbreytta stjórnenda- eða leiðtogaþjálfun sem er upprunnin í Huston í Texas, USA og byggist á yfir 40 ára reynslu og rannsóknum.

 

Kynning á LMI stjórnendaþjálfun fer fram fimmtudaginn 4. júní

 

á Hótel Héraði, Egilsstöðum kl. 10.30 til 12.30

 

og  á Fjarðarhóteli  á  Reyðarfirði  kl. 15:00 til 17.00.

Mynd: Minnismerki óþekkta embættismannsins, eftir Magnús Tómasson.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar