Hvers vegna Fjórðungssjúkrahús í Neskaupstað?

Bréf til blaðsins

Stefán Þorleifsson í Neskaupstað skrifar í austurgluggann 11 janúar 2008:            

Í Svæðisfréttum Ríkisútvarpsins  á Austurlandi hafa að undanförnu orðið nokkrar umræður um þjónustu  og staðsetningu Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað

Til upplýsingar fyrir þá sem ekki vita um tilurð þess þá finnst mér rétt að upplýsa að það var byggt fyrir framtak og að mestu fyrir fjármagn frá Neskaupstað. Baráttan fyrir byggingu þess hófst árið 1944 en það tók þó ekki til starfa fyrr en 18.janúar árið 1957.

Svo að baráttan var löng og ströng. Metnaður allra sem að verkinu stóðu var að hafa allan búnað sem bestan og nútímalegastan til þess meðal annars að fá til starfa vel menntaða og virta lækna svo að sjúkrahúsið stæði undir nafni. Það tókst strax í byrjun sérlega vel því við fengum sem yfirlækni einn af best menntuðu læknum landsins Elías Þ. Eyvindsson, sérfræðing í skurðlækningum og svæfingum. Að vísu hafa skipst á skyn og skúrir á 50 ára starfsferli stofnunarinnar, en erfiðleikarnir stóðu sjaldan nema í stuttan tíma og er það ekki síst að þakka velvilja og hjálpsemi lækna Landsspítalans sem hafa verið okkar bakhjarl. Jafnnauðsynlegt og fyrir 50 árumÍ þessi  rúm 50 ár hefur F.S.N. þjónað Austfirðingum sem og fjölda sjómanna innlendra og útlendra sem og ferðamönnum. Þetta hlutverk þess er í dag jafnnauðsynlegt og það var fyrir 50 árum.Þegar  F.S.N. tók til starfa  var ástandið þannig á Austurlandi að ekki var hægt að gera hinu minnstu skurðaðgerð eða taka brúklega röntgenmynd. Mörgum sjúklingnum var strax í byrjun starfseminnar bjargað frá bráðum bana. Það urðu sem sé algjör tímamót í heilbrigðisþjónustu á Aussturlandi 18.janúar 1957. Þann dag stigu Austfiðingar inn í þess tíma heilbrigðisþjónustu eins og hún var best  á landsbyggðinni.Síðan þá hafa orðið stórstígar framfarir í heilbrigðismálum Íslendinga sem og annara þjóða,  Á þeim vettvangi höfum við reynt að fylgjast með hvað varðar húsakost, tækjabúnað og mannafla. Á þessum rúmum 50 árum hefur sjúkrahúsið verið stækkað að heildar gólffleti úr 1.200 fermetrum í rúmlega 4.500 fermetra. Starfsfólki hefur fjölgað úr nokkrum tugum í um eitt hundrað. Læknissérfræðingar eru nú fjórir í föstum stöðum auk  þess sem sérfræðingar ýmissa sérgreina læknisfræðinnar kom hér með reglulegu millibili. Með öðrum orðum batnar þjónustan með hverju árinu sem líður. Ekki einungis með stækkun sjúkrahússins og mannafla heldur ekki síður í tækjabúnaði. Í þessu greinakorni ætla ég ekki að fara að telja upp þau tæki sem bæst hafa við búnað sjúkrahússins nú á tveimur síðustu árum, en vitna í orð eins sérfræðings í 50 ára afmælishófi sjúkahússins sem sagði “ Þetta sjúkrahús er í dag orðið hátæknisjúkrahús”. Ég er ekki dómbær á að segja til um hvort sjúkrahúsið rís undir því nafni, en í því sambandi vil ég þó geta þess að nú á liðlega tveimur síðustu árum hefur sjúkrahúsið fengið að gjöf hátæknibúnað fyrir rúmar 40-miljónir króna.Og í því sambandi skal þess og getið fyir hönd Hollvinasamtaka sjúkrahússins að þar erum við ekki hætt heldur munum við halda áfram að bæta tækjakost sjúkrahússins eftir fremsta megni.           

Það sem mest hefur verið þrefað um undanfarið er staðsetning sjúkrahússins og margur hefur sagt að það ætti auðvitað að vera á Egilsstöðum því að þar væri það miklu betur í sveit sett. Því er til að svara að fyrir Egilsstaði og nágrenni væri það betur staðsett þar, en alls ekki fyrir íbúa annara sveitafélaga á mið Austurlandi nema þá Seyðisfjörð og Borgarfjörð. Í þau 30 ár sem ég vann við F.S.N. varð ég þó ærið oft vitni að þvi að þegar landleiðirnar lokuðust frá þessum stöðum upp til Héraðs og að þá var sjóleiðin valin til Norðfjarðar. Og nú í dag eru staðsettir hér og víða á Austurlandi gífurlega hraðskreyðir og öflugir björgunarbátar sem eru færir í flestan sjó. Oft er talað um að hin svo kallaða Oddsskarðleið sé hin versta á Austurlandi. Það er að vísu satt að þetta er hár og erfiður fjallvegur, en undanfarna vetur hefur Oddskaðvegurinn ekki lokast mikið oftar en Fagradalsvegur og þá leið tel ég í raun hættulegustu leiðina á mið-Austurlandi. Þar er ekki síður veðrasamt og þar eru snjóflóð og aurskriður sem stundum falla úr Grænafelli stórhættulegar. Þar hef ég að minnstakosti verið næst því að drepa mig þegar smá snjóflóð féll þar á bílinn minn og færði fram á ystu nöf hengiflugs. Einnig mætti spyrja bílstjóra sem fara þarna um svo til daglega hvort ekki væri þörf þarna úrbóta. Að lokum þetta. Hættum þessu röfli um staðsetningu F.S.N. Einbeitum okkur í baráttunni fyrir bættum samgöngum á Austurlandi sem og samvinnu og samnýtingu bæði atvinnu-, heilbrigðis-, mennta- og menningarstofnana. Það eitt mun skapa farsæla framtíð Austurlands.  

Stefán Þorleifsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar