Jólasveinarnir í Bjólfinum þurfa líka að pissa

Jólasveinarnir á Seyðisfirði búa í bæjarfjallinu Bjólfinum og fylgjast þaðan með öllu sem gerist í kaupstaðnum . Þeir komu til byggða um jólin eins og aðrir jólasveinar og glöddu börnin með gjöfum og tilheyrandi.


Milli jóla og nýárs renndu þeir sér á snjósleðunum sínum úr Bjólfinum í bæinn og heimsóttu krakkana á jólaballið sem var í Herðubreið. Þeir voru fjórir saman félagarnir. Grínuðust og skemmtu sér vel með börnunum og foreldrum þeirra er þeir sungu með þeim og gengu kringum jólatréð.

Einn þeirra félaga var greinilega orðinn aldraður og lasburða enda búinn að heimsækja börnin á Seyðisfirði í rúma hálfa öld. Þegar þeir voru í óða önn að færa börnunum jálagjafirnar úr pokum sínum, tilkynnti sá gamli, allt í einu hátt og hvellt, að hann þyrfti að pissa. Gerðu félagar hans mikið grín af honum og sögðu að Grýla mamma muni rassskella hann ef hann pissaði á sig og pabbi Leppalúði loka hann inni í hornskápnum í Bjólfinum.

Ekki rataði hann á klósettið blessaður og svo fór að hann bað um hjálp við að finna það. Ekki stóð á því hjá börnunum og 2 vaskir drengir og 1 stúlka tóku að sér að vísa honum leiðina.

Þegar að klósettdyrunum kom sagði stúlkan „Þið hjálpið honum svo strákar“. Sá gamli horfði á þau hugsi en þakkaði þeim vel fyrir hjálpina og lauk sér síðan af hjálparlaust.

Já já börnunum á Seyðisfirði þykir vænt um jólasveininn sinn og eru boðin og búin að hjálpa þegar á þarf að halda.

Með jólasveinakveðju:
Sá gamli úr Bjólfinum.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar