Kjarkleysi meirihlutans í Fjarðabyggð

Þórður Vilberg Guðmundsson skrifar: 

Sjötta nóvember síðastliðinn lagði bæjarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins fram tillögu á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar sem fól í sér að:

  1. Bæjarfulltrúar myndu gefa eftir laun sín frá 1. janúar 2009 til 1. júlí 2009.
  2. Laun bæjarráðsmanna myndu lækka niður í þau laun sem bæjarfulltrúar höfðu.
  3. Farið yrði í alvarlegan niðurskurð hjá yfirstjórn Fjarðabyggð þ.e ferða-, sérfræði-, og launakostnað.
Með þessu var hugsun Sjálfstæðisflokksins sú að yfirstjórn Fjarðabyggðar myndi ganga fram með góðu fordæmi og skera fyrst niður hjá yfirstjórninni og embættismönnum, áður en ráðist yrði í niðurskurð og hækkun á þjónustu til íbúa á þeim erfiðu tímum sem nú eru framundan í íslensku þjóðlífi.Nú er rétt að athuga að í þessari ákvörðun felst ekki að bæjarfulltrúastarfið verði launalaust til allrar framtíðar. Þarna er um að ræða að bæjarfulltrúar afsali sér launum einungis fram til 1. júlí næstkomandi og því eiga rök forseta bæjarstjórnar um að erfitt gæti orðið að fá gott fólk til starfa í sveitastjórnum, sem hann lét falla í svæðisútvarpinu  gersamlega út í hött. Það væri kannski rétt að benda forsetanum á að kosningar fara ekki fram fyrr en á árinu 2010, þannig að ekki kemur til þess að nýtt fólk sé að fara að setjast í sveitastjórnirHér er um að ræða að bæjarstjórnarmenn hefðu gengið fram með góðu fordæmi á erfiðum tímum og sýnt bæjarbúum svo ekki væri um villst að þeir tækju á sig hluta þess niðurskurðar sem ljóst er að verður í bæjarfélaginu okkar á næstunni. Mörkuð hefði verið ákveðin stefna í því hvernig taka skal á málum sem hefði getað verið öðrum til eftirbreytni. Nú er ljóst að hugur meirihlutans stendur ekki til þess, ætli 20% hækkun á gjaldskrá hitaveitunar á Eskifirði sé kannski bara byrjunin á því sem við eigum eftir að sjá?Í staðinn lagði meirihlutinn fram tillögu sem var samþykkt. Tillögu sem í raun felur lítið annað í sér en orðagjálfur. Þar er ekkert sagt, ekki tekið á neinu. Eftir standa gagnslaus fyrirheit um eitthvað sem ekkert segir og enginn skilur. Allt skilið eftir opið og boltinn gefinn upp með að menn séu jú tilbúnir að skera niður.... bara ekki hjá okkur.  

Þórður Vilberg Guðmundsson er formaður Hávarrs FUS Fjarðabyggð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar