Kjósendur sýna vilja sinn í dag

Alþingiskosningar eru í dag. Kjörstaðir opnuðu kl. 09 og flestir verða þeir opnir fram til kl. 22 í kvöld. 227.896 manns, 18 ára og eldri, mega kjósa; 114.295 konur og 113.601 karl. Kosið er í sex kjördæmum um 63 fulltrúa stjórnmálaflokkanna og eru 54 þeirra kjördæmakjörnir og 9 jöfnunarþingmenn. Kosningaveðrið á Austurlandi er með ágætum, fremur stillt og gengur á með skúrum. Ástand vega er þokkalegt, en Öxi og Hellisheiði lokaðar, auk vegarins í Mjóafjörð. Þar er þó snjótroðari til taks og verður annað hvort siglt með atkvæði Mjófirðinga yfir á Norðfjörð eða farið með þau á snjóbílnum áleiðis til Egilsstaða eftir atvikum. Á vefnum www.kosning.is má finna ýmsar nytsamlegar upplýsingar um kosningarnar.

fyrsti_kjsandinn__morgun_vefur.jpg

Fyrsti kjósandinn í kjördeildinni á Fljótsdalshéraði mætti kl. níu í morgun og greiddi atkvæði sitt.

 

 

 

 

 

vefur_1.jpg

Kjörstjórnin morgunspræk í Menntaskólanum á Egilsstöðum og annar kjósandi morgunsins á útleið (t.h.).

Myndir/SÁ

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar