Krakkarnir í Hallormsstaðarskóla sigruðu í Skólahreysti

Skólahreysti MS var á Austurlandi í gær og kepptu grunnskólar fjórðungsins í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum að viðstöddum mörghundruð gestum. Þröngt var á þingi og feiknamikil stemning þegar blásið var til níunda og síðasta riðils keppninnar.
Hallormsstaðarskóli stóð uppi sem sigurvegari skóla á Austurlandi, með 52,5 stig. Vopnafjarðarskóli náði öðru sæti með 47,5 stig og í þriðja sæti varð Grunnskóli Hornafjarðar.

sklahreysti.jpg

Frábær þátttaka unglinga af Austurlandi í Skólahreysti MS


Síðasti riðill í Skólahreysti MS fór fram 19.mars í Íþróttahúsinu Tjarnarbraut á Egilsstöðum
Um eitt  þúsund áhorfendur  komu í íþróttahúsið  og studdu sína skóla og var stemningin frábær.

 

Unglingarnir mætti vel undirbúnir til leiks og varð það  Hallormsstaðaskóli sem stóð uppi sem sigurvegari Austurlands eftir harða og spennandi keppni.  

 

Fjórir skólar bitust um efstu sætin.  Það voru Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar sem komst í úrslit í Skólahreysti 2008 og hafði því sæti að verja,  Grunnskóli Hornafjarðar, Vopnafjarðarskóli og Hallormsstaðaskóli.   Í síðustu grein sem var hraðaþraut  náði Hallormsstaðaskóli sætum sigri með 52,5 stig.

 

Skólar sem kepptu á Egilsstöðum voru  : Fellaskóli, Gr.Eskifirði, Gr.Stöðvarfirði, Gr.Egilsstöðum og Eiðum, Gr.Hornafjarðar, Gr.Breiðdalshreppi, Gr.Reyðarfjarðar, Gr.Fáskrúðsfjarðar, Hallormsstaðaskóli, Nesskóli, Seyðisfjarðarskóli og Vopnafjarðarskóli. 

 

Þar sem þetta var síðasti riðill í mótaröð Skólahreysti MS 2009 þá eru úrslit framundan.  Þau verða í Laugardalshöll 30.apríl og eru það eftirtaldir skólar sem hafa áunnið sér rétt í þau  : Varmalandsskóli, Grunnskóli Ísafjarðar, Salaskóli, Heiðarskóli/Reykjanesbæ, Hvolsskóli, Foldaskóli, Háteigsskóli, Grunnskóli Siglufjarðar, Þelamerkurskóli og Hallormsstaðaskóli.  Auk þess komast tveir árangursbestu skólarnir í úrslit fyrir utan þá sem hlutu fyrsta sæti í sínum riðlum og eru það Lindaskóli og Rimaskóli.  

 

Þættir frá mótunum eru sýndir á laugardögum kl.18:00 á RÚV og endursýndir á sunnudögum og þriðjudögum.   Þáttur frá Austurlandi verður sýndur 18.apríl.
Þessir þættir eru spennandi og skemmtilegir fyrir alla aldurshópa og því tilvalin samverustund fyrir fjölskylduna. 

 

sklahryegilsst.jenhop.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar