Kuldagjóstur og fannfergi

Veturinn hefur minnt á sig í gær og í dag með kuldagjósti og fannfergi. Á vegum fjórðungsins er víðast hvar snjóþekja eða hálka og skafrenningur. Breiðdalsheiði og Öxi eru ófærar og þungfært víða á fjallvegum. Vegfarendur ættu því að hafa varann á.

snjr.jpg

Þurft hefur að ryðja götur í þéttbýli og vegi utan þeirra og menn þar í kappi við tímann, þar sem væntanlega bætist talsverður snjór ofan á það sem fyrir er í nótt.

Veðurstofan varar við stormi austan- og suðaustanlands seint í nótt og fram eftir morgundeginum, allt að 25 m/s. Spáð er annars norðan 8-15 m/s, en víða 13-18 m/s á Austfjörðum. Él verða líklega bæði á Norður- og Austurlandi og frost allt að tíu stigum.

snjr1.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar