Ökumenn sýni aðgæslu vegna færðar

Á Norðaustur- og Austurlandi er vetrarfærð. Snjóþekja og éljagangur er á Víkurskarði og ófært er á Hólasandi. Snjóþekja og éljagangur er á Mývatnsheiði og þæfingsfærð og skafrenningur á Mývatns - og Möðrudalsöræfum og snjóþekja og skafrenningur á Vopnafjarðarheiði. Snjóþekja er á Sandvíkurheiði, Vatnsskarði eystra og einnig út við ströndina. Þæfingsfærð og snjókoma er á Fjarðarheiði og snjóþekja á Fagradal. Hálkublettir og skafrenningur eru á Oddskarði. Snjóþekja er á Breiðdalsheiði og ófært er á Öxi.

enn_snjar_vefur.jpg

 

Ökumenn hafa lent í vandræðum á Fjarðarheiði og var björgunarsveit kölluð út þeim til aðstoðar. Heiðin er ekki fær fólksbílum.

 

 

 

Mynd: Það snjóaði hressilega á Egilsstöðum undir hádegið./SÁ

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar