Lífleg bókaútgáfa

Félag ljóðaunnenda á Austurlandi er stórhuga varðandi útgáfu sína í ár. Úrval ljóða og sagna eftir Gunnar Valdimarsson frá Teigi í Vopnafirði kemur út í endaðan maí. Um mitt sumar hyggst félagið gefa út bókina Og lífsfljótið streymir, eftir Oddnýju Björgvinsdóttur frá Fáskrúðsfirði og í sumarlok kemur út bókin Bréf til næturinnar, eftir Kristínu Jónsdóttur á Hlíð í Lóni. Verður sú bók níunda bók bókaflokksins Austfirsk ljóðskáld.

Félagið sótti um styrk hjá Menningarráði Austurlands og fékk 300 þúsund til útgáfunnar.

Í fyrra kom út ljóðabókin Vébönd, eftir Þorstein Bergsson og hefur hún hlotið ágætar viðtökur.

baekur.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar