Læknum á Austurlandi sagt upp og endurráðið með breyttu vaktfyrirkomulagi

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) er nú að senda út uppsagnarbréf til allra lækna stofnunarinnar og taka þær gildi um áramót.

Einar Rafn Haraldsson, forstjóri HSA, segir að fyrirhugaðar séu uppsagnir ráðningarsamninga við lækna stofnunarinnar vegna þess að gera eigi breytingar á vaktafyrirkomulagi.

logo.gif

,,Ákvæði í ráðningarsamningunum gera breytingar af þessu tagi erfiðar og því þarf að gera nýja ráðningarsamninga við læknana. Það er gert í samráði við trúnaðarmann lækna og framkvæmdastjóra læknafélagsins,“ segir Einar Rafn. 

Aðrar uppsagnir eru ekki fyrirhugaðar að svo stöddu.

Læknar á Austurlandi gætu því fengið uppsagnarbréfið inn um póstlúguna á hverri stundu. Samkvæmt heimildum Austurgluggans er ekki víst að þeir muni allir sætta sig við endurráðningu undir breyttum formerkjum og einn gekk svo langt að spá nokkrum atgerfisflótta úr læknastéttinni á Austurlandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar