Lokasprettur hreindýraveiða
Um eitthundrað og fimmtíu hreindýr voru óveidd af leyfilegum kvóta þegar seinasta vika hreindýraveiðitímabilsins rann upp.
Alls er búið að veiða 1.185 dýr af 1.333. Hlutfallslega eru það fleiri dýr en á sama tíma en í fyrra en kvótinn er mun meiri. Veiðimenn hafa sig alla við seinustu dagana, því tímabilinu lýkur 15. september, en þokuspá og rigning á Austurlandi gæti tafið þá. Í fyrra vantaði átta dýr upp á að veiðikvótinn væri fullnýttur.