Lítil von um loðnu

Fátt virðist benda til að nokkur loðnuvertíð verði þetta árið. Flest fjölveiðiskip flotans eru á gulldepluveiðum suður af landinu eða á kolmunna vestur af Írlandi. Útgerðin á Austurlandi verður fyrir verulegum skakkaföllum, enda uppsjávarveiðiskip þar stór hluti. Þrátt fyrir lélega vertíð í fyrra skapaði hún um níu milljarða króna í útflutningsverðmæti. Síðustu fimm árin hafa þau verið á milli 6 og 10 milljarðar að jafnaði, en árið 2002 var sérlega gott þegar útflutningsverðmæti loðnu fór yfir 20 milljarða króna. Svo virðist sem fiskifræðingar búist einnig við arfaslakri loðnuvertíð á næsta ári, en betur horfi fyrir 2011 vegna mikils seiðafjölda og verulegrar útbreiðslu þeirra. Þó eru áhyggjur af hversu loðnan hefur lítið komið til hrygningar nú upp á síðkastið.

lodna.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar