Matartími á Austurlandi

Á morgun, sunnudag, verður efnt til ráðstefnu um austfirsk matvæli og möguleika til eflingar þeirra. Verkefnið er á vegum Þróunarfélags Austurlands og Vaxtarsamnings. Miklir möguleikar eru taldir vera í þróun og markaðssetningu matvæla og verður farið yfir þá á ráðstefnunni.

gb64tjtk.jpg

Ráðstefnan hefst á Gistihúsinu Egilsstöðum kl. 13 og stendur í þrjár klukkustundir. Framsögur hafa Ólöf Sæunn Valgarðsdóttir, sem ætlar að fjalla um hreindýrakjöt og möguleika í fullvinnslu og afurðaþróun, Elísabet Svava Kristjánsdóttir hjá Fjalladýrð í Möðrudal og Brynhildur Pálsdóttir frá Listaháskóla Íslands kynna nýsköpun út frá hefðbundnum íslenskum matvælum, m.a. hina stórmerkilegu sláturtertu og Guðmundur Gunnarsson hjá Matís á Höfn segir frá vöruþróunarhótelinu í Nýheimum og því sem þar er að gerast í framþróun matvælahugmynda og fullvinnslu.

Þá verða ræddar hugmyndir um hvernig bæta má aðstæður einstaklinga sem vilja þróa og fullvinna matvæli af ýmsum tegundum.

Kynnt verða matvæli af svæðinu.

Ráðstefnan er öllum opin og Austfirðingar hvattir til að mæta, kynna sér hvað er í gangi og leggja hugmyndir í púkkið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar