Mokstur á Oddsskarði

Snjóflóð féll síðastliðna nótt á veginn um Oddsskarð Norðfjarðarmegin og lokaði honum. Unnið var að því í morgun að ryðja flóðinu burt með hjólaskóflu og tók drjúga stund að moka leið gegnum snjómassann. Oddsskarð er enn ófært og er unnið að mokstri.

Mokstur er hafinn á Vopnafjarðarheiði og á Möðrudalsöræfum. Fjarðarheiði er opin en þar er þæfingur. Þæfingur, hálka og snjóþekja er á öðrum leiðum á Austurlandi. Breiðdalsheiði er ófær. Vegfarendum er bent á að kynna sér ástand vega á vegagerdin.is.

179492_63_preview.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar