Nú puða austfirskir krakkar!

Skólahreysti verður haldin á Egilsstöðum fimmtudaginn 19. mars kl. 15. Íþróttamiðstöðin opnar klukkustund fyrir keppni. Það var Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar sem náði 1. sæti í Skólahreysti 2008.  Nú verður spennandi að sjá hvort hann heldur sínu sæti eða hvort annar skóli af Austurlandi nær af honum titlinum og þar með þátttökurétti í úrslitum í Laugardalshöll 30. apríl.

gr.siglufj.gurn.jpg

Tólf  lið komast í úrslit og eru eftirtaldir níu skólar komnir í púkkið: Varmalandsskóli, Grunnskóli Ísafjarðar, Salaskóli, Heiðarskóli í Reykjanesbæ, Hvolsskóli, Foldaskóli, Háteigsskóli, Grunnskóli Siglufjarðar og Þelamerkurskóli. Auk þess komast tveir árangursríkustu skólarnir í úrslit fyrir utan þá sem hlutu fyrsta sæti í sínum riðlum. Þættir frá mótunum eru sýndir á laugardögum kl.18:00 á RÚV og endursýndir á sunnudögum og þriðjudögum.  

Myndin er af Guðrúnu Ósk Gestsdóttur keppanda í sigurliði Gr.Siglufjarðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar