Nýjasti Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum!

Sjötta tölublað Austurglugga þessa árs kom út í dag. Að venju hefur blaðið að geyma vandaðar umfjallanir um markverða hluti á Austurlandi.

pe0064590.jpg

Meðal efnis nú er umfjöllun um hvernig Fjarðabyggð tekur á móti nýjum íbúum með persónulegri heimsókn, upplýsingariti og aðgangi að söfnum, sundlaugum og skíðasvæði. Fjallað er um nútímatónlistarhópinn Stelk, sem spilaði ný austfirsk verk á Myrkum músíkdögum í Reykjavík í gærkvöld og hugmyndir um stofnun Austurlandsakademíu fræða- og vísindafólks. Þá skrifar Gunnar Gunnarsson um Heilaga Barböru úr klausturrústunum á Skriðuklaustri og Björgvin Valur Guðmundsson og Sævar Sigbjarnarson um endurnýjun íslenskra stjórnmála. Matgæðingar birta sín bestu eldhúsleyndarmál og í blaðinu er einnig uppskrift að tertu, sem félagar í bútasaumsfélaginu Spretti segja svo góða að það sé beinlínis hættulegt. Allt þetta í Austurglugganum, sem fæst á öllum betri blaðsölustöðum á Austurlandi!

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar