Norðfjarðargöng (Vígð 11.11.2017)

Biðin þótti lýðum löng,
leiðin „uppi“ nokkuð þröng,
en okkur hafa Oddskarðsgöng
engum verið betri.
Oft jók blástur kulda um kinn,
er kófi huldist vegurinn.
Því gladdist margur sérhvert sinn,
er sá und lok á vetri.

Upp er runnin önnur tíð
enn þótt geri kuldahríð,
því margir geta seint um síð
sett og plönin haldið.
Ég veit að nýju göngin glæst
gefa von að fleiri næst
hafi fljótt í hópinn bæst
þær hlusti á óskir „valdið“.

Eru vel úr garði gjörð
göngin, kennd við lognsins fjörð.
Þau halda skulum vel um vörð,
og verk um fleiri krefja.
Brýnt nú mörgum þykir því
að þrýst á skuli um fleiri ný
svo landsmenn þurfi ekki í
einangrun sig tefja.

Megi um okkar Austurland
eflast dugur, vinaband,
auðgast menning - og í bland
ennþá kerskni lifa.
Halda þarf á þjóðin vor
við þrautgóð áfram mörkum spor;
til góðra verka þurfum þor,
þetta segi og skrifa.

Mynd: Jens Einarsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar