Í Austurglugga vikunnar er rætt við Urði Maríu Sigurðardóttur, nýstúdent úr Menntaskólanum á Egilsstöðum, sem nýverið hlaut styrk úr afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands.
Hún bendir meðal annars á hvernig þeim sem standi sig vel í námi finnist þeir afskiptalausir. Karólína Þorsteinsdóttir fer yfir helstu tíðindi sumarsins frá Seyðisfirði, íbúar á Norðfirði lýsa óánægju sinni með skemmdir á skógarlundi og götum og íþróttir vikunnar eru á sínum stað. Austurglugginn fæst á næsta blaðsölustað.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.