Nýr Austurgluggi kominn út

Að vanda er fjölbreytt efni í fréttablaði Austfirðinga. Fjallað er meðal annars um endurfundinn íshelli í Eyjabakkajökli, stóra samhæfingaræfingu björgunarsveita á Austurlandi, opinber störf tíkurinnar Codie og litið er inn á opnun 700.IS Hreindýralands. Samfélagsspegillinn er í höndum Andrésar Skúlasonar á Djúpavogi og aðsendar greinar fjalla um Norðfjarðargöng og upplifun útlendings sem starfað hefur á Austurlandi síðustu árin. Auk frétta og íþrótta er svo matgæðingurinn sívinsæli með sínar lokkandi uppskriftir. Fæst á betri blaðsölustöðum.

agl_kominn_t.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar