Nýr Austurgluggi kominn út

Í Austurglugga þessarar viku má meðal annars lesa um ný áform um matvælaþróun í mjólkurstöðinni á Egilsstöðum í samstarfi MS og Matís og áform um fullvinnslu áls á Seyðisfirði. Karólína Þorsteinsdóttir á Seyðisfirði ritar vikulegan samfélagsspegil og greint er frá svaðilförum sængurkonu á Oddsskarði fyrr í vikunni. Alls óvenjuleg gæði heita vatnsins hjá Hitaveitu Egilsstaða og Fella eru tekin til skoðunar og auk pólitískra aðsendra greina er hinn ómissandi matgæðingur á sínum stað. Austurglugginn fæst á öllum betri blaðsölustöðum.

ti0126197.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar