Nýr og endurbættur Egilsstaðaskóli

Framkvæmdir við endur- og nýbyggingu Egilsstaðaskóla ganga vel. Um er að ræða stækkun skólans um allt að 4.000 m2 og endurbætur eldra húsnæðis á um allt að 2.300 m2. Heildarstærð Egilsstaðaskóla eftir framkvæmdirnar verður um 7.000 m2. Skólinn mun verða tveggja hliðstæðu, heilstæður grunnskóli fyrir nemendur í 1. – 10. bekk og mun skólinn geta tekið allt að 550 nemendur en nemendur eru nú um 340.

 

Fyrsti og annar áfangi framkvæmdarinnar sem hýsir sérgreinastofur og kennslustofur 1. – 4. bekkjar voru teknir í notkun sl. haust. Nú er að ljúka framkvæmdum við þriðja áfanga sem hýsir, hátíðarsal, eldhús, félagsmiðstöð, bókasafn, tölvu- og tónmenntastofu. Unnið er við fjórða og síðasta áfanga verksins sem eru endurbætur á kennsluhúsnæði, og starfsmannaaðstöðu skólans. Þessir tveir síðustu áfangar verða að fullu teknir í notkun við upphaf skólastarfs í haust. 

Leitað var hagkvæmustu lausna við hönnun og framkvæmd verksins án þess að það hafi komið niður og gæðum. Aðbúnaður stafsmanna og nemenda hefur batnað verulega og eru nemendur og starfsmenn mjög ánægðir með þá áfanga sem teknir hafa verið í notkun.

Heildarkostnaður við framkvæmdirnar verður um 1.400 milljónir króna m.vsk. sem er um 20% undir kostnaðaráætlun. Íslandbanki og Lánasjóður sveitarfélaga fjármagna verkið og er það að fullu fjármagnað í íslenskum krónum. Mannvirkið er og verður að fullu í eigu sveitarfélagsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.