Nýr og skemmtilegur Austurgluggi!
Nýr Austurgluggi kom út í dag.
Meðal efnis í blaðinu er umfjöllun um hversu raunverulegir möguleikar Vopnfirðinga og Langnesinga til uppbyggingar í tengslum við olíuleit á Drekasvæðinu eru, fjallað er um mótmælafundinn á Egilsstöðum síðastliðinn laugardag, veiðikvóta hreindýra í ár og þorrablótsvertíðina á Austurlandi. Magnús Már Þorvaldsson skrifar samfélagsspegil blaðsins að þessu sinni og matgæðingurinn er á sínum stað með lystilegar uppskriftir.
Austurglugginn fæst á öllum betri blaðsölustöðum á Austurlandi. Áskriftarsími er 477-1571.