Opið bréf til Fræðslunefndar Fljótsdalshéraðs

skogarland_leikskoli_egs.jpg
Nú eru yfirstandandi umbrotatímar á leikskólum okkar, Skógarlandi og Tjarnarlandi. Í vetur var tekin ákvörðun um að sameina skólana – væntanlega í sjónarmiði hagræðingar. Skólastjórum, aðstoðarskólastjórum og deildarstjórum var sagt upp störfum, hverjum hópnum á fætur öðrum.  
 
Nú, í sumarbyrjun, er óvissan um áframhaldandi skólastarf og viðtakandi starfslið sameinaðs skóla svo mikil að vart verður við unað. Hvor hinna gömlu skóla með sinn sjarma og frábært starf og stefnur, en nú verður siglt inn í sumar og enginn veit hvað tekur við. 
 
Þetta þykir okkur, fulltrúum foreldra, mjög miður. Við höfum skynjað mikla óánægju starfsfólks með framgang þessara skipulagsbreytinga og meintan skort á upplýsingaflæði til starfsfólks um þróun mála. Kynningarfundir, sem haldnir voru í lok febrúar lofuðu góðu, en því miður hefur mjög mikið vantað á síðustu vikurnar að miðla upplýsingum til foreldra og ekki síst til starfsmanna sem nú eru í mikilli óvissu um framhaldið.  
 
Foreldraráðin hafa verið hlynnt sameiningunni en nú er svo komið að okkur finnst hún of dýru verði keypt. Ljóst er að margt þess hæfa og dygga starfsfólks sem staðið hefur undir starfinu síðustu ár og jafnvel áratugi mun yfirgefa leikskólana vegna megnrar óánægju með framgang málsins og framkomu að hálfu yfirstjórnar skólanna (fræðslunefndar).
 
Foreldraráðin gera kröfu til þeirra sem að málinu koma fyrir hönd sveitarfélagsins að starfsfólk leikskólanna verði opinberlega beðið afsökunar á því virðingarleysi og óþægindum sem það hefur mátt þola undanfarnar vikur og mánuði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.