Ríflega fimmtíu keppendur á Landsmóti
Ríflega fimmtíu keppendur í þrettán greinum eru undir merkjum UÍA á Landsmóti UMFÍ sem fram fer á Akureyri um helgina.
Þeir fyrstu mættu norður á miðvikudag en skotíþróttamenn, úr Skotfélaginu Dreka, Eskfirði, voru fyrstir UÍA keppendanna í keppni í gær. Blakkonur fylgdu í kjölfarið. Keppendur voru að týnast á svæðið í gær en keppnin hefst á fullu í dag og nær hápunkti á morgun þegar meðal annars verður keppt í starfsíþróttum. Margir kunnir íþróttamenn eru á mótinu – og reyndar einnig einstaklingar sem þekktir eru fyrir annað þar sem þingmennirnir Steingrímur J. Sigfússon og Kristján Þór Júlíusson verða meðal keppenda í starfshlaupi. Á móti þeim verður Sigurður Aðalsteinsson, fyrrverandi ritstjóri Austurgluggans. Guðmundur Hallgrímsson keppir líka í hlaupinu, en hann er aldursforseti hópsins, 73ja ára að aldri. Til viðbótar við keppendurna er á Landsmótinu danshópurinn Nípan úr Neskaupstað og boccialið sem eru í flokki eldri ungmennafélaga. Setningarathöfn mótsins verður í kvöld.
Keppendur UÍA:
Blak kvenna:
Hjördís Marta Óskarsdóttir, liðsstjóri
Borðtennis:
Einar Hróbjartur Jónsson
Bridds:
Björn Hafþór Guðmundsson
Einar Hólm Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Jónas Eggert Ólafsson
Magnús Björn Ásgrímsson
Pálmi Kristmannsson
Frjálsar íþróttir:
Einar Hróbjartur Jónsson
Lovísa Hreinsdóttir
Glíma:
Snær Seljan Þóroddsson
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson
Hjalti Þórarinn Ásmundsson
Magnús Karl Ásmundsson
Laufey Frímannsdóttir
Knattspyrna karla:
Ásgrímur Ingi Arngrímsson, liðsstjóri.
Úrvalslið úr Launaflsbikarnum.
Knattspyrna kvenna:
Jóhann Valgeir Davíðsson, liðsstjóri.
Leikmenn úr Fjarðabyggð/Leikni.
Körfuknattleikur:
Hannibal Guðmundsson, liðsstjóri.
Körfuknattleiksmenn úr Hetti.
Skotíþróttir:
Helgi Rafnsson
Hjálmar Gísli Rafnsson
Erna Rafnsdóttir
Hrönn Reynisdóttir
Stafsetning:
Stefán Bogi Sveinsson, framkvæmdastjóri UÍA
Þorvaldur P. Hjarðar
Starfshlaup:
Guðmundur Hallgrímsson
Sigurður Aðalsteinsson
Gróðursetning:
Arnar Hlöðver Sigbjörnsson
Ólafur Sigfús Björnsson (sigurvegari seinasta Landsmóts 2007)
Sigfús Ingi Víkingsson
Skák:
Albert Geirsson
Bjarni Jens Kristinsson
Magnús Valgeirsson
Sverrir Gestsson
Viðar Jónsson
Plöntugreining:
Vigfús Ingvar Ingvarsson
Þorsteinn Bergsson