Á þriðja áratug í skiptameðferð

Nýverið lauk skiptameðferð í tveimur austfirskum þrotabúum sem voru um, eða yfir, tuttugu ár í skiptameðferð.

 

Austurverk ehf. var stofnað á Egilsstöðum árið 1983 en tekið til gjaldþrotaskipta haustið 1986. Lýstar kröfur voru 1,7 milljónir króna. Skiptum á búinu lauk í desember. Veðkröfur og forgangskröfur greiddust að fullu. Ekkert
greiddist upp í almennar kröfur.

Ness ehf. var stofnað í Neskaupstað árið 1988 en tekið til gjaldþrotaskipta tveimur árum síðar. Skiptum á því búi lauk einnig í desember síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið voru ríflega 98 milljónir króna. Upp í veðkröfur greiddust tólf milljónir króna, eða fimmtungur. Ekkert greiddist upp í aðrar kröfur.

Bjarni G. Björgvinsson, lögmaður, var skiptastjóri beggja búanna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar