Á þriðja áratug í skiptameðferð
Nýverið lauk skiptameðferð í tveimur austfirskum þrotabúum sem voru um, eða yfir, tuttugu ár í skiptameðferð.
Austurverk ehf. var stofnað á Egilsstöðum árið 1983 en tekið til gjaldþrotaskipta haustið 1986. Lýstar kröfur voru 1,7 milljónir króna. Skiptum á búinu lauk í desember. Veðkröfur og forgangskröfur greiddust að fullu. Ekkert
greiddist upp í almennar kröfur.
Ness ehf. var stofnað í Neskaupstað árið 1988 en tekið til gjaldþrotaskipta tveimur árum síðar. Skiptum á því búi lauk einnig í desember síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið voru ríflega 98 milljónir króna. Upp í veðkröfur greiddust tólf milljónir króna, eða fimmtungur. Ekkert greiddist upp í aðrar kröfur.
Bjarni G. Björgvinsson, lögmaður, var skiptastjóri beggja búanna.