Úrskurður óbyggðanefndar staðfestur
Héraðsdómur Austurlands hefur staðfest úrskurð óbyggðanefndar um að hluti lands í Krepputungu teljist þjóðlenda. Landeigendur Brúar á Jökuldal kröfðust þess að úrskurður óbyggðanefndar yrði úr gildi felldur og var þeirri kröfu hafnað. Taldi Héraðsdómur gögn ekki sýna fram á að umrædd þjóðlenda teldist hluti af Brúarjörðinni. Heimildir um landnám á svæðinu væru ekki nægjanlega skýrar til að unnt væri að fullyrða um það.