Þróttur áfram í bikarnum
Þróttur Neskaupstað tryggði sér um helgina sæti í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í blaki. Körfuknattleikslið Hattar tapaði fyrir Val.
Þróttur vann alla leikina fimm, í seinni hluta forkeppninnar sem fram fór á Akureyri um helgina. Stjörnuna 2-0, Þrótt R 2-1, KA 2-0, Fylki 2-1 og HK Utd., 2-1. Þróttur Reykjavík varð í öðru sæti á Akureyri og fór einnig áfram, en áður höfðu HK og Þróttur R. C tryggt sér sæti í undanúrslitunum. Í þeim mætir Þróttur Þrótti R. C. Undanúrslitin fara fram í Laugardalshöll laugardaginn 14. mars og úrslitin sunnudaginn 15. mars.
Höttur tapaði 90-97 fyrir Val í 1. deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum. Gestirnir voru 45-55 yfir í hálfleik en Hattarmenn minnkuðu muninn örlítið eftir hlé. Stigahæstur í þeirra liði var sem fyrr Bandaríkjamaðurinn Bayo Arigbon með 38 stig og 17 fráköst. Björgvin Karl Gunnarsson skoraði 23 stig, Sveinbjörn Skúlason 11 og Kristinn Harðarson tíu. Höttur heimsækir Hamar um helgina.