Þrumur og eldingar í nótt
Það rigndi óskaplega sums staðar á Austurlandi í nótt og varð vart við þrumur og eldingar þegar klukkan nálgaðist 01. Slíkt er heldur sjaldgæft hér um slóðir. Heldur er að létta til og búist við ágætu veðri með 15-23 stiga hita í dag þó hangi í súld með köflum. Spáð er rigningu aftur í nótt og fram á þriðjudag, en þá er sú gula víst væntanleg að nýju. Hiti á að vera frá 10 upp í 18 stig næstu daga.