Salka hvetur ungt fólk til að kjósa
Salka, félag Ungra Jafnaðarmanna á Akureyri, hvetur íbúa í Norðausturkjördæmi til að taka þátt í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í kjördæminu og taka þannig þátt í að varða veginn að breyttu samfélagi.
Í fréttatilkynningu segir að félagið skori á kjósendur að veita ungu fólki brautargengi með stuðningi við unga frambjóðendur í prófkjörinu.
Ungt fólk, þetta er okkar tækifæri til að fá okkar talsmann á þing!
Prófkjörið er öllum opið og hægt að kjósa á www.xs.is eða á kjörstöðum um allt kjördæmið. Fólk á aldrinum 16 til 18 ára getur einnig kosið ef það er skráð í Samfylkinguna.