Samgöng

Samtök áhugafólks um jarðgöng á Mið – Austurlandi
Stofnuð 29. júní  2002 í Mjóafirði.

Markmið samtakanna er að gera Mið – Austurland að einu atvinnu og þjónustusvæði, rjúfa vetrareinangrun og stytta vegalengdir með jarðgöngum milli byggðarlaga á Mið  – Austurlandi.


Forsenda þess að byggja upp raunverulegt  atvinnu og þjónustusvæði  á Mið –Austurland  með 6000 – 7000 íbúum, er að bæta samgöngur og stytta vegalengdir með jarðgöngum milli:

Eskifjarðar – Neskaupstaðar.
Neskaupstaðar – Mjóafjarðar – Seyðisfjarðar – Héraðs.


Jarðgöng stytta vegalengdir milli ofangreindra byggðarlaga verulega.

Dæmi um styttingar:

 Byggðarlög    með göngum   er í dag
 Neskaupstaður –   Seyðisfjörður  26  km  100 km
 Eskifjörður       –   Seyðisfjörður      25  km    72 km
 Reyðarfjörður   –   Seyðisfjörður    38  km  61 km
 Mjóifjörður       –   Seyðisfjörður   10 km   62 km
 Neskaupstaður –   Eskifjörður  21 km  22 km
 Neskaupstaður –   Egilsstaðir  43 km  71 km
 Mjóifjörður       –   Egilsstaðir     34 km    42 km 
 Egilsstaðir       –   Seyðisfjörður    34 km   27 km   

 

Vegalengd milli Seyðisfjarðar og Egilsstaðar lengist lítillega með göngum, en á móti kemur að ekið er um veg í u.þ.b 200 – 300m hæð, í stað rúmlega 630 m hæð eins og nú er gert þegar ekið er yfir Fjarðarheiði.
Hið sama er að segja um leiðina milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar. Í dag er þessi leið í 630m hæð, en færi mest í 230m hæð.                                   

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar