Sendiherra í Moskvu til viðtals
Benedikt Ásgeirsson, sendiherra Íslands í Moskvu, verður til viðtals miðvikudaginn 8. apríl næstkomandi. Fundirnir eru ætlaðir þeim sem vilja ræða viðskiptamöguleika, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál í umdæmi sendiráðsins, þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. Auk Rússlands eru umdæmislönd sendiráðsins Armenía, Aserbaídsjan, Georgía, Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirgisía, Moldóva, Tadsjikistan, Túrkmenistan og Úsbekistan.
Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Útflutningsráðs Íslands, Borgartúni 35 í Reykjavík, og má bóka þá í síma 511 4000 eða með tölvupósti,
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..