Seyðfirðingar hlupu lengst
Níu konur á Seyðisfirði hlupu tuttugu kílómetra í kvennahlaupi Sjóvár og ÍSÍ í dag. Þetta var lengsta vegalengdin sem var í boði á landinu. Hlaupið fór fram í tuttugasta sinn í dag.Áætlað er að um sextán þúsund konur hafi hlaupið í dag á níutíu stöðum hérlendis og átján erlendis.
Yfirskrift hlaupsins í ár var „Tökum þátt – Heilsunnar vegna.“ Hún vísaði til mikilvægis forvarna í heilbrigðu líferni og minna konur á mikilvægi þess að fara reglulega í skoðun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Konur sem fæddust árið sem Kvennahlaupið var fyrst haldið eru í ár boðaðar í sína fyrstu skoðun.