Sigurlaug býður sig fram í 5. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Norðausturkjördæmi

Sigurlaug Hanna Leifsdóttir býður sig fram í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í prófkjöri flokksins sem fram fer þann 14. mars. Hún er búfræðingur að mennt og býr í Reykárhverfi í Eyjafjarðarsveit.

sigurlaug_vefur.jpg

Sigurlaug er fædd þann 24. maí 1972. Hún er frá Nýjabæ undir Eyjafjöllum og er yngst sex systkina. Hún hefur starfað víða frá 16 ára aldri, bæði til sjávar og sveita. Sigurlaug lauk búfræðinámi frá Bændaskólanum á Hvanneyri vorið 1994.

Sigurlaug flutti árið 2007 í Eyjafjarðarsveit ásamt börnum sínum, þeim Kolfinnu Ólafsdóttur 12 ára, Sighvati Helga Ólafssyni 9 ára og Garðari Karli Ólafssyni 6 ára.

 

Sigurlaug sat í stjórn í Sjálfstæðisfélagsins Kára, átti sæti í fulltrúaráði Rangárvallasýslu og hefur verið  fulltrúi á landsfundum Sjálfstæðisflokksins. Einnig  hefur hún setið í æskulýðs- og íþróttanefnd og  umhverfis- og landbúnaðarnefnd í Rangárþingi eystra, ásamt því að sitja í forðagæslunefnd Rangárvallasýslu. Sigurlaug átti einnig sæti í samgöngunefnd sem kom að undirbúningi Landeyjarhafnar sem er nú er í framkvæmd. Auk þessa hefur hún gegnt trúnaðarstörfum fyrir bændur, m.a. í félagi kúabænda á Suðurlandi, innan Búnaðarsambands Suðurlands og sem fulltrúi í framleiðendafélaginu Auðhumlu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar