Sinfónísk kveðja til Austfirðinga

Sinfóníuhljómsveit Íslands vill koma á framfæri þökkum til Austfirðinga fyrir frábærar móttökur
á tónleikum hljómsveitarinnar í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði miðvikudaginn 5. nóvember síðastliðinn.

sinfnuhljmsveit_slands.jpg

 

Um 450 manns komu á tónleikana og þurfti að opna inn í öll möguleg rými í húsinu til að koma tónleikagestum fyrir.
Mikil stemning myndaðist á tónleikunum og komst hljómsveitin á flug enda umgjörð kirkjunnar tilvalin fyrir efnisskrána sem endaði
á fimmtu sinfóníu Beethovens.
Tónleikarnir á Eskifirði voru hluti af tónleikaferð sem Sinfóníuhljómsveit Íslands fór um landið í byrjun nóvember, eftir að

hafa þurft að aflýsa þriggja vikna tónleikaferð til Japans vegna efnahagsástandsins. Þrátt fyrir þau vonbrigði tókst hljómsveitinni að snúa vörn í sókn og hélt fyrst opna tónleika fyrir Reykvíkinga áður en lagt var af stað í tónleikaferð um landið.
Hljómsveitinni var alls staðar vel tekið og ljóst að á þessum tímum hefur almenningur í landinu þörf fyrir fagra tónlist sem gefur því
tækifæri til að gleyma stað og stund. Það er von Sinfóníuhljómsveitarinnar að ekki líði á löngu þar til hljómsveitin geti aftur heimsótt Austfirði og
vonumst við til að sjá aftur alla okkur góðu gesti.

Arna Kristín Einarsdóttir
tónleikastjóri,
Sinfóníuhljómsveit Íslands

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar